Aðalhagfræðingur Kviku segist eiga von á vaxandi slaka á vinnumarkaði næstu mánuði, enda eru merki um að útflutningsgreinar geti átt undir högg að sækja og hagvaxtarhorfur dræmar. Þessi þróun, í bland við það hvernig minnkandi aðflutningur fólks spilar saman við aukið framboð á fasteignamarkaði, getur opnað á vaxtalækkanir á fyrri helmingi næsta árs.
Kólnun skili sér í verðbólgutölur og opni á vaxtalækkanir á fyrri hluta næsta árs
