Hluthafinn óskar áskrifendum og öðrum lesendum gleðilegra jóla. Í tölublaðinu er fjallað um viðleitni Kauphallarinnar til að fá miðlægan mótaðila til að starfa á markaðinum, Íslendingur sem stýrir framtaksfjárfestingum fyrir risavaxinn þjóðarsjóð svarar nokkrum spurningum og loks er fjallað um það hvort fjölgun Íslendinga erlendis ætti að vekja stjórnvöld til umhugsunar. Sem áður er PDF-viðhengi neðst í póstinum.
Ekkert tölublað verður gefið út á milli jóla og nýárs en Hluthafinn kemur sterkur til baka í byrjun nýs árs. Og örstutt varðandi nýja árið:
Við höfum nýlega stækkað útgáfuna eins og lesendur hafa fengið smjörþefinn af á síðustu vikum. Til að tryggja að reksturinn standi undir sér á næsta ári, og ekki síður til að verðið sé í takt við aðra verðlagningu á fjölmiðlamarkaði, þá ætlum við að uppfæra verðskrána eftir áramót.
Verð á einstaklingsáskrift hækkar úr 1.790 krónum á mánuði upp í 2.590 krónur. Þetta breytir engu fyrir þá sem eru nú þegar með ársáskrift og jafnframt munu núverandi áskrifendur áfram geta tryggt sér ársáskrift á 17.000 krónur, sem jafngildir sirka 1.400 krónum á mánuði. Þetta tilboð mun líklega gilda út janúar og við munum í næstu póstum láta fylgja með hlekk á tilboðið svo að sem flestir getið nýtt sér það.







