Beint í umfjöllun

Innlánaflóttinn sem ekki varð

Fimm mánuðum eftir að Seðlabankinn felldi niður lágmarksbindingu á verðtryggðum innlánum sér varla högg á vatni.

Þegar Seðlabankinn tók þá óvæntu ákvörðun í mars, að fella niður reglur um bindingu verðtryggðra innlána, mynduðust væntingar um að þessi breyting myndi setja sitt mark á bankakerfið. Í umhverfi neikvæðra raunvaxta mátti búast við því að sparnaður leitaði í verðtryggt skjól.

Bankastjóri Arion banka sá fyrir sér að ásókn í nýju innlánin myndi knýja bankana til að bjóða betri kjör á verðtryggðum útlánum, í því skyni að sækja meira af verðtryggðum eignum á móti. Kvika banki, sem hefur byggt upp óverðtryggðan innlánastafla í gegnum fjármálaþjónustuna Auði, setti sig í stellingar til að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði. Stór fjárfestingafélög veltu fyrir sér hvaða tækifæri þessar þýðingarmiklu breytingar kynnu að hafa í för með sér.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir