Lengi var litið svo á að kauphallir væru hlutlaus vettvangur fyrir öflun fjármagns og ótengdar þeim pólitísku áherslum sem ríkja hverju sinni. En í takt við vaxandi spennu í alþjóðahagkerfinu og eftir því sem þjóðríki leitast við að tryggja hagsmuni sína gagnvart öðrum ríkjum hefur þetta viðhorf breyst. Í auknum mæli er litið á kauphallir sem strategíska innviði með tilliti til þjóðarhagsmuna og verkfæri sem stjórnvöld geta notað til að framfylgja atvinnustefnu.
Wolf-Georg Ringe er prófessor í lögfræði og fjármálum við Hamborgarháskóla og Oxford. Ásamt Curtis J. Milhaupt, prófessor í lögfræði við Stanford-háskóla, birti hann nýlega rannsóknarritgerð þar sem fjallað er um breytt hlutverk kauphalla. Ritstjóri Hluthafans hlýddi á erindi prófessors Ringe í Stokkhólmsháskóla í síðustu viku og spurði hann hvaða þýðingu þessi þróun hefði fyrir smærri ríki á borð við Ísland.
„Ef önnur lönd eru virk í að móta kauphallir sínar til að styðja við innlend fyrirtæki, framfylgja stefnumarkmiðum eða byggja upp seiglu gegn ytri áföllum, þá er hætta á því að lönd sem líta á kauphallir aðeins sem hlutlausan vettvang dragist aftur úr – ekki bara hvað varðar skráningar, heldur einnig í efnahagslegum slagkrafti almennt.“
Silfurberg innleysti verulegan hagnað vegna rafmynta
Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu Friðrik Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, skilaði umtalsverðum hagnaði í fyrra vegna fjárfestinga í rafmyntum.