Beint í umfjöllun

Hluthafar sigldu Fáfni Offshore „örugglega í höfn“

Bjarni Ármannsson, eigandi fjárfestingafélagsins Sjávarsýnar.

„Helsti lærdómurinn sem hægt er að draga af þessu er mikilvægi úthalds og þrautsegju annars vegar og að stíga þurfi ölduna þótt hátt rísi hins vegar,“ segir Bjarni Ármannsson, eigandi fjárfestingafélagsins Sjávarsýnar, í samtali við Hluthafann.  

Bjarni var á meðal þeirra fjárfesta sem tóku þátt í því að fjármagna Fáfni Offshore, sem var stofnað til að gera út dýr og sérhæfð skip til þjónustu við olíuiðnaðinn. Polarsyssel, sem var sagt vera „dýrasta skip Íslandssögunnar“, var sjósett árið 2014 og um það leyti var Fáfnir einnig með annað og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking. Markmiðið var að gera út þrjú eða fjögur skip þegar reksturinn væri kominn á skrið.

„Þegar farið var af stað með þetta var horft til olíuleitar og olíuvinnslu í Noregi og mögulega við Ísland, þar sem gefin höfðu verið út leyfi til rannsókna á svokölluðu Drekasvæði milli Íslands og Jan Mayen. Ekki varð af olíuleitinni hér við land og olíuverð hrundi síðan verulega árið 2015. Grundvellinum var kippt undan þessum fyrirætlunum,“ segir Bjarni.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir