Beint í umfjöllun

Íslenski vinnumarkaðurinn hefur þróast með mótsagnakenndum hætti í kjölfarið á farsóttinni. Á meðan hagkerfið kólnaði fjölgaði störfum og það mældist mikill launavöxtur umfram kjarasamninga. Framleiðni vinnuafls hrundi á meðan skilyrðin sem búa henni að baki bötnuðu. Það sem kann að skýra þetta allt er fyrirbrigði sem sjaldan bregður fyrir í umræðu um vinnumarkaðinn: hömstrun á vinnuafli.

Í nýrri greiningu fjallar Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, ýtarlega um það hvernig hömstrun leysir þrjár ráðgátur á íslenska vinnumarkaðinum.

Sú fyrsta er að vinnumarkaðurinn sýndi óvenjulegan viðnámsþrótt á síðasta ári, sem birtist þannig að störfum fjölgaði og atvinnuleysi minnkaði á meðan landsframleiðsla dróst saman.

Hæfniskekkjan sem háir hagkerfinu
Tvær alþjóðastofnanir hafa varað við því hvernig hæfniskekkja á íslenskum vinnumarkaði veldur skorti á sérhæfðu vinnuafli og heldur aftur af framleiðslugetu hagkerfisins. Báðar stofnanir hafa lagt til að ferlið í kringum viðurkenningar á menntun og hæfni innflytjenda verði einfaldað.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir