Beint í umfjöllun

Gervigreind getur rutt fimmta hverjum starfsmanni úr vegi

Einn af hverjum fimm á íslenskum vinnumarkaði er í hættu á því að missa starfið til gervigreindar en almennt standa íslenskir launþegar þó betur að vígi en launþegar í öðrum þróuðum ríkjum. Þetta eru niðurstöður greiningar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birti sína árlegu úttekt á efnahagslífinu í fyrradag.

„Í ljósi þess að gervigreindarlíkönin halda áfram að þróast og notkunin eykst eru líkur á því að vinnumarkaðurinn taki miklum breytingum. Þó að töluverður framleiðnivöxtur geti verið fólginn í þessum breytingum kunna þær einnig að valda tilfærslu starfa,“ segir í úttektinni.

AGS framkvæmdi greiningu á því hvernig gervigreind gæti haft áhrif á íslenska vinnumarkaðinn og í því skyni var sérstökum líkönum beitt á niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands frá árinu 2023.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir