Gengi óskráðra hlutabréfa í tæknifyrirtækinu Controlant var uppfært í kerfum tveggja banka hið minnsta í kringum áramótin – í fyrsta sinn í rúmlega ár – og lækkaði þá um helming. Gengið, sem endurspeglar viðskipti sem áttu sér stað fyrr í vetur, er aðeins tíund af því sem var þegar mest lét.