Við biðjumst velvirðingar á útgáfubrestinum í síðustu viku. Ritstjórinn sökkti sér í hönnunarvinnu til að leggja drög að fyrsta eiginlega tölublaði Hluthafans á stafrænu formi.
Hér að neðan er afraksturinn: stafrænt blað með fréttum um Arctic Adventures, atvinnustefnu stjórnvalda, Amaroq, gengisleka og fleira. Að vísu er fyrsta útgáfan í styttri kantinum, tvær þéttriðnar síður, en markmiðið er að lengja blaðið – mögulega í 8 síður – með meiri efnisframleiðslu.
Það þýðir að við viljum fá aðsendar greinar um viðskipti og efnahagsmál, og við viljum einnig auglýsingasamstarf við fyrirtæki sem kunna að meta það sem Hluthafinn er að gera.
Áskriftir fleyta okkur langt en til að tryggja varanlegar rekstrarforsendur þarf herslumun í formi auglýsingatekna. Sendið endilega línu á thorsteinn@hluthafinn.is.
Allar greinar í blaðinu verða síðan birtar á vefnum. Líklega verður fyrirkomulagið eitthvað á þá leið að blaðið verður sett á vefinn fimmtudags- eða föstudagsmorgna kl 7 og síðan er sendur tölvupóstur til áskrifenda í kringum kl 9 með pdf-hlekk ásamt vefútgáfu allra frétta. Sjáum hvað setur.