Hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa áhyggjur af því að auknar valdheimildir til handa Samkeppniseftirlitinu geti leitt til þess að málsmeðferð samrunamála verði bæði lengri og þyngri í vöfum en tíðkast hefur hérlendis.
Áformað er að Samkeppniseftirlitið geti stöðva tímafresti við málsmeðferð samrunamála þegar fyrirtæki skila ekki inn fullnægjandi gögnum. Slík ákvæði, sem kallast „Stop-the-Clock“, þekkjast úr lögum og reglum nágrannalanda og í ESB-rétti.

Styttist í þáttaskil á skuldabréfamarkaði?
Sjóðstjórar skuldabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu leiða líkur að því, að á næstu misserum muni hallinn á vaxtarófinu breytast úr því að vera niðurhallandi í það að vera upphallandi. Sögulega séð hefur þessum þáttaskilum fylgt mjög mikil ávöxtun skuldabréfa í samanburði við innlán, en síðarnefndi eignaflokkurinn hefur haft yfirhöndina í þrjú ár.

Kaupin á Lýsi rökrétt en verðið í hærra lagi
Sjávarútvegsfélagið Brim hefði ólíklega keypt Lýsi ef veiðigjöld hefðu ekki verið hækkuð að sögn hlutabréfagreinanda og það greiðir „tiltölulega hátt verð“.
Brim hefur fengið samþykkt kauptilboð í Lýsi fyrir 30 milljarða króna. Kaupverðið greiðist til helminga með reiðufé og til helminga með hlutabréfum í Brimi.
„Þetta eru heilt yfir mjög rökrétt viðskipti. Til að bregðast við veiðigjöldunum verða útgerðirnar að finna leiðir til að bæta framlegðina, þ.e.a.s. að fá fleiri krónur fyrir hvert kíló af fisk sem þau veiða,“ segir Jóel Ísak Jóelsson hjá IFS greiningu.

Kólnun skili sér í verðbólgutölur og opni á vaxtalækkanir
Aðalhagfræðingur Kviku segist eiga von á vaxandi slaka á vinnumarkaði næstu mánuði, enda eru merki um að útflutningsgreinar geti átt undir högg að sækja og hagvaxtarhorfur dræmar. Þessi þróun, í bland við það hvernig minnkandi aðflutningur fólks spilar saman við aukið framboð á fasteignamarkaði, getur opnað á vaxtalækkanir á fyrri helmingi næsta árs.
Skotsilfur

Goldman Sachs þarf grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu
Bandaríski fjármálarisinn Goldman Sachs fjárfesti nýlega í breska ráðgjafarfélaginu Mace Consult, sem sérhæfir sig í stórum innviðaverkefnum. Það hefur verið hingað til verið undir hatti Mace Group, alþjóðlegu verktakafyrirtæki sem veltir 2 milljörðum dala.