Framkvæmdastjóri Veitna segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Rússar geri tilraunir til skemmdarverka á mikilvægum innviðum á Íslandi, svo sem á vatnsbólum, eins og gerst hefur á Norðurlöndunum og víða í Evrópu. Gera þurfi ráð fyrir að Rússar reyni að ráða fólk sem vinnur í veitu- og orkugeiranum á Íslandi eða innlend glæpagengi til að fremja skemmdarverkin.