Kapphlaupið um þróun gervigreindar, sem birtist í stóraukinni eftirspurn eftir reiknigetu gagnavera, hefur haft jákvæð áhrif á Farice, sem rekur þrjá sæstrengi og er að fullu í eigu íslenska ríkisins, á undanförnum misserum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að tekjuvöxturinn hafi haldið áfram á þessu ári en þegar fram í sækir gæti orkuskortur sett strik í reikninginn.
„Frá því að gervigreindin ruddi sér til rúms hefur eftirspurn aukist til muna“
