Beint í umfjöllun

Flökkusaga ársins: Nakin skortsala í Kauphöllinni

Á hlutabréfamarkaði eru skiptar skoðanir á því hvort nakin skortsala hafi viðgengist og hvort hún hafi getað haft teljandi áhrif á gengi hlutabréfa.

Á meðal þátttakenda á íslenska hlutabréfamarkaðinum hafa vaknað grunsemdir um að nakin skortsala, sem er óheimil samkvæmt lögum, hafi átt þátt í lækkun tiltekinna hlutabréfa framan af ári. Sumir af viðmælendum Hluthafans, sem starfa víða á fjármálamarkaði, segja skýr merki um að nakin skortsala hafi viðgengist og haft áhrif á verðþróun á markaði. Aðrir viðmælendur efast þó um að áhrifin – ef það var yfirhöfuð einhver nakin skortsala í gangi – geti hafa verið mikil.

„Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið í gangi nakin skortsala, þar sem menn selja í félagi í upphafi dags, án þess að eiga bréf til að afhenda, og kaupa í lok dags,“ segir stjórnandi í fjármálageiranum í samtali við Hluthafann.

Venjuleg skortsala fer þannig fram að skortsalinn fær lánuð verðbréf, selur þau og veðjar þannig á að verðið hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin til baka til að afhenda lánveitanda. Þó að skortsala verði fyrir gagnrýni er hún almennt talin gegna mikilvægu hlutverki í verðmyndun á verðbréfamörkuðum.

Nakin skortsala gengur hins vegar út á það að viðkomandi selur bréf án þess að hafa fengið þau lánuð eða gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að hann geti útvegað bréfin. Þetta er ólöglegt hér á landi samkvæmt Evrópureglugerð og víðast hvar í hinum þróaða heimi.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir