Beint í umfjöllun

Fá erlendir kreditsjóðir stærra pláss í söfnum lífeyrissjóða?

Sumir íslenskir lífeyrissjóðir gefa erlendum kreditsjóðum, sem lána beint til fyrirtækja, meiri gaum eftir því sem vægi erlendra skuldabréfa fer vaxandi í eignasafninu. Eins og staðan er í dag er mismunandi eftir lífeyrissjóðum hvort þeir hafi yfirhöfuð fjárfest í þessum eignaflokki, sem sogar til sín sífellt meira fjármagn á erlendum mörkuðum.

„Það sem við fáum út úr þessum flokki, þ.e.a.s. erlendum skuldabréfum, er áhættudreifing. Þannig að við höfum horft á þennan eignaflokk og spurt okkur hvernig við getum náð meiri ávöxtun,“ segir sérfræðingur á eignastýringarsviði LSR.

Lesa umfjöllun


Vaxtarsprotinn Abler hélt áfram að vaxa

Tæknifyrirtækið Abler, sem hefur þróað hugbúnað fyrir íþrótta- og tómstundastarf, horfði upp á tekjurnar vaxa myndarlega á síðasta ári, eða um 33 prósent. Megnið kemur frá innlenda markaðinum en fyrirtækið sækir nú fram á Bretlandsmarkaði.

Abler hefur þróað smáforrit sem tengir saman íþróttafélög, foreldra og iðkendur, og auðveldar þannig greiðslur og upplýsingagjöf vegna íþróttaiðkunar. Fyrirtækið státar af því að 70 prósent þjóðarinnar noti smáforritið.

Lesa frétt


Tekjur Verne Global jukust um 60 prósent milli ára

Verne Global, sem rekur gagnver á Ásbrú í Reykjanesbæ, var með tekjur upp á 113 milljónir dala, sem jafngilda 13,9 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, eftir nærri 60 prósenta vöxt milli ára.

„Aukningin er aðallega tilkomin vegna aukinna viðskipta við núverandi viðskiptavini,“ segir í nýbirtum ársreikningi félagsins. Rekstrarhagnaður tvöfaldaðist upp í 14,7 milljónir dala og heildarafkoman var jákvæð um 5,5 milljónir dala.

„Frá því að gervigreindin ruddi sér til rúms hefur eftirspurn aukist til muna“
Kapphlaupið um þróun gervigreindar, sem birtist í stóraukinni eftirspurn eftir reiknigetu gagnavera, hefur haft jákvæð áhrif á Farice, sem rekur þrjá sæstrengi og er að fullu í eigu íslenska ríkisins, á undanförnum misserum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að tekjuvöxturinn hafi haldið áfram á þessu ári en þegar fram í sækir gæti

Til viðbótar við gagnaverið á Íslandi rekur Verne Global þrjú önnur gagnver á Norðurlöndunum og eitt í Bretlandi. Franska sjóðastýringarfélagið Ardian, eigandi Mílu, keypti samstæðuna vorið 2024 þar sem heildarkaupverðið, að tekni tilliti til árangurstengdra greiðslna, var sagt vera 575 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur meira en 70 milljörðum króna.


Skotsilfur

Greinendur forvitnir um sívaxandi tekjustoð Nova

Nova birti í gær uppgjör fyrir annan fjórðung sem sýndi myndarlegan tekjuvöxt umfram það sem greinendur höfðu áætlað. Tekjurnar jukust um 6,2 prósent milli ára samanborið við 4 prósenta verðbólgu og munaði þar mestu um tekjur af FastNeti. Þær jukust um heil 11,5 prósent og hlýtur það að teljast þokkalegur vöxtur í fjarskiptaheiminum.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir