Beint í umfjöllun

„Ég hafði ekki hugsað mér að tapa peningum á þessu endalaust“

Miðeind ehf., sem er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar, var upphaflega fjárfestingafélag með blandað safn af verðbréfum og eignarhlutum í íslenskum sprotum. Á síðasta áratug hefur það hins vegar umbreyst í tæknifyrirtæki eftir að hafa þróað og markaðssett máltæknilausnir sem eru sérsniðnar fyrir íslenska tungu.

En þrátt fyrir að notendur séu orðnir fleiri en 15 þúsund er enn töluverður halli á rekstrinum og nú er til skoðunar að breyta félagaforminu í eitthvað sem gæti mögulega svipað til þess sem þekkist hjá gervigreindarrisanum OpenAI.

Lesa umfjöllun


Vilja fá bandarísk stórfyrirtæki til að fjárfesta á Íslandi

Hópur Íslendinga á vegum atvinnulífsins og stjórnvalda er nú staddur Vestanhafs í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, til að kanna kosti á frekari viðskiptum og samstarfi milli landanna tveggja.

Forsætisráðherra boðar nýja nálgun til að laða bandarísk stórfyrirtæki að fjárfestingarverkefnum hér á landi.

Lesa frétt


Tæknifyrirtækið Dineout, sem rekur borðabókunarkerfi fyrir veitingastaði, var með tekjur upp á 630 milljónir króna í fyrra eftir 54 prósenta vöxt frá árinu á undan.

Dineout, sem var stofnað árið 2017, er ráðandi á markaðinum fyrir borðabókanir. Fleiri hugbúnaðarlausnir eru á snærum fyrirtækisins, svo sem kassakerfi og rafræn gjafabréf, sem saman eru sagðar mynda „stærsta markaðstorg landsins fyrir veitingaupplifanir“.

Lesa frétt


Nýr valmöguleiki: Árleg greiðsla

Sumum leiðist að fá mánaðarlegar kvittanir með tölvupósti og aðrir eru hikandi við að bæta annarri reglubundinni áskrift við greiðslukortið.

Hluthafinn vill því vekja athygli áskrifenda á því að hægt er að greiða árgjald og fá 20 prósenta afslátt fyrir vikið.

Viðkomandi fer á forsíðu Hluthafans, skráir sig inn, smellir á "Reikningur" upp í hægra horninu og velur að breyta áskriftinni.


Oculis „fer hljótt“ en það kann að breytast á næsta ári

Bandaríska fjármálafyrirtækið Needham & Company gaf út sitt fyrsta verðmat á lyfjafyrirtækinu Oculis í síðustu viku.

Greinendur Needham lýsa Oculis sem lítt þekktu fyrirtæki á markaði en það kann að breytast á öðrum ársfjórðungi 2026.

Lesa frétt

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir