Beint í umfjöllun

Drangar eru ekki órafjarri Festi í stærð á neytendamarkaði

Þegar allt er tekið með í reikninginn eru Drangar, sameinað félag Orkunnar og Samkaupa, umtalsvert smærri en keppinautarnir Hagar og Festi. En þegar litið er til rekstrareininganna sem eru í beinni samkeppni á neytendamarkaði, nánar tiltekið í matvöru, lyfjum og eldsneytissölu til einstaklinga, þá skánar samanburðurinn nokkuð.

Jafnframt eru Drangar líklegir til að ráðast í frekari yfirtökur í því skyni að skapa burðugan keppinaut á smásölumarkaði og undirbúa skráningu á hlutabréfamarkað. Ef rýnt er í eignasöfn innlendra framtakssjóða má aðeins finna eitt fyrirtæki sem starfar í smásölugeiranum.

Þá kann samruni við innlent fjarskiptafélag að koma til álita.

„Samruni við smásölurisa getur skapað mikil tækifæri fyrir viðskiptavini, starfsmenn og hluthafa Sýnar,“ segir hluthafi í bæði Sýn og SKEL, stærsta eiganda Dranga.

Lesa umfjöllun


Athygli er vakin á því að Hluthafinn verður í sumarfríi fram til 5. ágúst

Umfjallanir