Beint í umfjöllun

Hlutabréf námavinnslufyrirtækisins Amaroq Minerals, sem vinnur að þróun Nalunaq-gullnámunnar við suðurodda Grænlands, færast á aðallista Kauphallarinnar í dag.

Fyrirtæki á sviði gullvinnslu skiptast í stór námufyrirtæki og minni fyrirtæki (e. junior miners).  Meðal stóru fyrirtækjanna má nefna Newmont, Barrick Gold og Agnico Eagle – allt fyrirtæki sem framleiða nokkrar milljónir únsa af gulli á ári.

Þessi fyrirtæki eiga best námurnar í ríkjum sem teljast búa við stöðugt stjórnarfar, svo sem í Kanada og Ástralíu, og algengt er að þau kaupi góðar námur af minni fyrirtækjunum. Fjárfestar í þessum félögum horfa til reglulegra arðgreiðslna með möguleika á hækkun gullverðs eins og gerðist í upphafi þessarar aldar.

Minni fyrirtækin í gullnámavinnslu eru fjöldamörg og fjárfesting í þeim er aðeins fyrir lengra komna.  Mörg þeirra standa við ókleifan vegg í formi þess að fjármögnun nauðsynlegra fjárfestinga í vegum, borun og vinnslubúnaði, er ekki í boði. Algengt er því að þessi félög fjölgi hlutum í félaginu og þynni þannig út þá fjárfesta sem fyrir voru.

Amaroq Minerals getur hins vegar klifið vegginn – fjármagn til uppbyggingar vinnslu í Nalunaq námunni er tryggt samkvæmt kynningu félagsins. Framlegðin frá gullframleiðslu í Nalunaq verður væntanlega nýtt til málmleitar á öðrum stöðum á Grænlandi.

Gull var framleitt í Nalunaq námunni í upphafi þessarar aldar af fyrirtækinu Crew Gold sem var skráð í kauphöllina í Osló. Námuleyfið var með þeim galla að félagið mátti ekki vinna málmgrýtið á staðnum og því þurfti að flýtja grótið til annarra landa með stórflutningaskipum.

Þessi starfsemi borgaði sig ekki þegar olíuverð hækkaði ört og vinnslu var hætt árið 2008. Crew Gold stofnaði fyrirtækið Crew Minerals árið 2006 en það félag vann að þróun nikkel námu á Filipseyjum auk þess að leita að demöntum á Grænlandi. Nafni þess félags var síðar breytt í Intex Resources.

Umfjallanir