Beint í umfjöllun

Fjár­málaráðu­neytið birti í gær áform um inn­leiðingu Evrópu­reglu­gerðar sem leiðir til styttri upp­gjör­stíma verðbréfa­við­skipta.

Með upp­gjör­stíma er átt við tímann frá degi við­skipta með fjár­mála­gerninga til afhendingar. Megin­reglan er nú T+2 á Evrópska efna­hags­svæðinu, en frá október 2027 verður hún T+1.

Ráðu­neytið segir að breytingin krefjist upp­færslu fjár­mála­inn­viða. Um­bætur á kerfum og ferlum geti orðið kostnaðar­samar, en aukin skil­virkni verði markaðnum til hags­bóta.

Krónan flækist ekki fyrir styttingu í T+1
Uppgjör verðbréfaviðskipta snýst um að para saman kaupendur og seljendur, og tryggja að bréfin skipti um hendur fyrir umsamið verð. Á síðustu árum hefur það verið svo, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, að uppgjör vegna hlutabréfa hefur tekið tvo daga, þ.e.a.s. viðskipti á mánudegi eru gerð

Þá segir ráðu­neytið að fram­kvæmd gjald­eyris­við­skipta í tengslum við upp­gjör viðskipta kunni að fela í sér áskorun hér á landi. Hins vegar var það áður svo að viðskipti með ís­lensk skulda­bréf voru gerð upp næsta banka­dag (T+1).

„Ís­lenskt fjár­mála­kerfi býr að þeirri reynslu, að ein­hverju leyti,“ segir í áformaskjalinu.

Reglu­gerðin tengist upp­byggingu á sam­eigin­legum fjár­magns­markaði í Evrópu. Breytingunni er þannig ætlað að styrkja sam­keppnis­hæfni Evrópu, sem þykir hafa dregist aftur úr öðrum markaðs­svæðum.

Í Bandaríkjunum, nefnir ráðuneytið sem dæmi, eru miðlægir inn­viðir verðbréfa­markaðar mun stærri og færri, sem eykur hag­kvæmni og skil­virkni upp­gjörs.

Umfjallanir