Beint í umfjöllun

Auknar kröfur þenja út Auðkenni eftir yfirtöku ríkisins

Rekstur Auðkennis, sem rekur rafræna auðkenningarþjónustu, hefur umbreyst frá því að ríkissjóður tók fyrirtækið yfir árið 2022. Tekjurnar hafa vaxið hratt en útgjöldin mun hraðar í takt við auknar lögbundnar kröfur á þessu sviði og fjárfestingar í tækniþróun.

Auðkenni var upphaflega stofnað árið 2000 og reksturinn gekk brösuglega framan af. Notkun rafrænna skilríkja komst ekki almennilega á skrið fyrr en árið 2015 þegar notkun slíkra skilríkja var nýtt við framkvæmd hinnar svokölluðu leiðréttingar.

Auðkenni var þá í eigu bankanna og Símans, en þegar rafrænu skilríki voru komin í almenna notkun lagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, kapp á að koma þessum stafrænu innviðum í hendur ríkisins. Það gekk eftir árið 2021.

Skilaboðin til eigendanna voru skýr: Seljið eða ríkið smíðar sína eigin lausn. Bankarnir, sem þá voru að megninu til í eigu ríkisins, streittust ekki á móti og Síminn var því eini hluthafinn sem setti spurningamerki við söluverðið.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir