Beint í umfjöllun

Dugar ekki lengur að líta á Kauphöllina sem óvirkan innvið

Prófessor við háskólana í Hamborg og Oxford segir að viðhorfið gagnvart kauphöllum sé að breytast. Í breyttum heimi dugi ekki lengur á líta á kauphallir sem hlutlausa leið til að miðla fjármagni. Hvað þýðir það fyrir Ísland?

Lengi var litið svo á að kauphallir væru hlutlaus vettvangur fyrir öflun fjármagns og ótengdar þeim pólitísku áherslum sem ríkja hverju sinni. En í takt við vaxandi spennu í alþjóðahagkerfinu og eftir því sem þjóðríki leitast við að tryggja hagsmuni sína gagnvart öðrum ríkjum hefur þetta viðhorf breyst. Í auknum mæli er litið á kauphallir sem strategíska innviði með tilliti til þjóðarhagsmuna og verkfæri sem stjórnvöld geta notað til að framfylgja atvinnustefnu.

Wolf-Georg Ringe er prófessor í lögfræði og fjármálum við Hamborgarháskóla og Oxford. Ásamt Curtis J. Milhaupt, prófessor í lögfræði við Stanford-háskóla, birti hann nýlega rannsóknarritgerð þar sem fjallað er um breytt hlutverk kauphalla. Ritstjóri Hluthafans hlýddi á erindi prófessors Ringe í Stokkhólmsháskóla í síðustu viku og spurði hann hvaða þýðingu þessi þróun hefði fyrir smærri ríki á borð við Ísland.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir